Berjið í borðið

Punktar

Ég sakna þess, að píratar fylgi harðar eftir stefnu sinni um stjórnarskrá og auðlindarentu. Málin eru í nefnd, eins og það heitir í pólitíkinni. En engir fundir eru haldnir og engir sérfræðingar spurðir. Málin sofa semsagt. Píratar þurfa að vekja nefndirnar af værum svefni með hávaða og látum. Pólitík felst ekki í að bregðast við gerðum annarra, heldur í að taka frumkvæðið. Fáir ræða um földu stjórnarskrána. Þar eru ákvæði um gegnsæi, sem geta gerbreytt pólitíkinni. Ákvæði, sem veita almenningi innsæi. Auðlindarentan aflar þess fjár, sem þarf til að endurreisa norræna velferð, sem komið var upp, þegar þjóðin var fátækari.