Hindra þarf banka í að ýta dómum undan sér með því að segja dómana ekki vera fordæmi. Setja þarf lög um, að undanbrögð banka fresti ekki greiðsluskyldu þeirra. Fimm árum eftir hrun á að vera búið að hreinsa þýfi bankanna. Að öðru leyti er næstum búið að koma til móts við skuldara. Þar skiptir mestu 110% reglan, lyklareglan og lánsveðsreglan. Það er að heildarskuldir fari ekki yfir 110% af veði; fólk geti afhent lyklana og losnað við skuldirnar; lánsveð verði ógilt. Að öðru leyti verði fólk að berja í forsendubrestina. Ríkið, Íbúðalánasjóður og eigendur lífeyris geta ekki verið tryggingafélög.