Berrössuð ungmenni dansa

Punktar

Misheppnað er myndbandið fræga, sem á að ginna útlendinga til að koma til Íslands. Bandið er samfelld lygi. Ekkert af atburðum þess á sér stað í veruleikanum. Hér dansa ekki berrössuð ungmenni um hraun. Kannski á þetta að ginna gægju-sjúklinga, en það er fámennur markhópur. Kannski á það að ginna ungmenni, en þau hafa ekki ráð á að koma til Íslands. Hingað kemur eldra fólk í betri efnum. Fullklætt fólk, sem dansar ekki á hrauni. Myndbandið er rugl eins og önnur verk almannatengla. Það hefur þennan eina þekkta galla, að það er gersamlega sambandslaust við sannleikann. Veruleikafirrt myndband.