Berserkslæti kontórista

Punktar

Erfitt er að átta sig á berserkslátum, sem gripið hafa opinbera kontórista með vegamálastjóra í broddi fylkingar. Vegurinn yfir Gálgahraun er út í hött og kostar milljarð, meðan Landspítalinn sveltur. Enginn þarf á þessum vegi að halda, nema bæjarstjórn Garðabæjar, sem ekki þarf að borga krónu fyrir ruglið. Sökin er fyrst og fremst á herðum Hreins Haraldssonar. Hann sættir sig ekki við að hafa fengið núll í heilbrigðri skynsemi. Hann skal samt fá að nauðga sérstæðri náttúru með því að troða þessum óþarfa vegi á hraunið. Sigar fávísri löggunni á valinkunna borgara til að segja: Minn er mátturinn.