Betra en Atlantshafið?

Punktar

David Benton segir í International Herald Tribune, að vel hafi gengið að verja sjávarfang í norðanverðu Kyrrahafi. Þar séu engir stofnar á niðurleið í fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna. Krabbaveiðisvæðum hafi verið lokað um tíma. Benton segir, að verndarstefnan hafi leitt í ljós, að verndun fiskistofna sé fjárhagslega hagkvæm sjávarútvegi, þegar til langs tíma er litið. Hann telur, að forsenda árangursins hafi verið, að stjórnvöld fóru í samráði við útgerðir og fiskvinnslustöðvar að tillögum fiskifræðinga.