Betri merking matvæla

Punktar

Nýjar reglur um merkingu matvæla, sem tóku gildi í Kanada um áramótin, eru nákvæmari en slíkar merkingar í öðrum vestrænum löndum. Hér eftir verða umbúðir matvæla að greina frá þyngd þrettán atriða, svo sem kolvetna, sykurs, trefja, próteins, kólesteróls og nokkurra vítamína og steinefna. Gera þarf grein fyrir ýmsum gerðum fitu, svo sem mettaðrar og fjölómettaðrar og gera greinarmun á ómega-3 og ómega-6 fitu. Þetta er langt umfram þær reglur, sem nú gilda á Íslandi. Frá þessu segir á Canada.com og í Globe & Mail.