Vilhjálmur, Gísli Marteinn og Hanna Birna taka pólitískum afleiðingum Orkuveitumálsins. Saman eru þau hópslys, þótt hlutur Vilhjálms sé verstur. Ágirndarkarlar hrærðu svo í honum, að hann vissi tæpast lengur, hvað hann hét. Björn Ingi tekur enga pólitíska ábyrgð á þætti sínum í svindlinu. Hann er kominn á kaf í nýjan meirihluta með nýjum gróðavonum. Enn hafa Guðmundur Þóroddsson og Hjörleifur Kvaran ekki snautað brott. Þeir sviku Reykvíkinga. Ætluðu að gefa bröskurum mannauð Orkuveitunnar, að vísu með samþykki aumrar Orkuveitustjórnar. Nú er bezt að strika yfir allt málið og byrja á núlli.