Deildar eru meiningar um bezta veitingahúsið í Kaupmannahöfn. Michelin segir Noma við íslenzka sendiráðið vera bezt. Síðan komi Kong Hans Kælder, Formel B, Ensemble, Era Ora og The Paul. Zagat segir allt annað. Bezt séu Restaurationen og Era Ora, síðan Kong Hans Kælder, Krogs Fiskerestaurant og Alberto K. Zagat hefur ekki álit á Noma og ég er sammála því. Enginn fókus er á þjónustu og innréttingum. Og matreiðslan er skandinavísk formúla, gæti verið á Vox Nordica í Reykjavík. Sameiginlegt með báðum listunum er bara Kong Hans Kælder og Era Ora. Það síðara er ítalskt og eldar bezt.