Ég vil klæða Kjöl skógi eins og í fornöld, þegar menn brenndu þar við til kola. Mér finnst í lagi að hafa eyðimörk tugi kílómetra á Sprengisandi, því að þar var alltaf sandur. Mér finnst að græða eigi Ódáðahraun, því að það var hálfgróið fyrr á öldum. Mér finnst að vernda eigi og endurheimta votlendi. Almennt finnst mér að rækta beri upp malarása, sem voru grónir og vaxnir kjarri endur fyrir löngu. Þetta er bezta friðunarstefnan. Allt þetta er skuld, sem rík þjóð greiðir fyrir áníð fátækra forfeðra. Þeir hjuggu skóg og ofbeittu landið öld eftir öld með þeim afleiðingum, sem blasa við.