Bezti fréttavefurinn fundinn

Punktar

Google er heiðarlegasta og vinsælasta leitarvélin á veraldarvefnum. Hún er til dæmis komin með þessa pistla mína í safnið eftir tvo daga, þótt þeir séu á íslenzku. Nú hefur hún í rúmar tvær vikur rekið fréttavef í tilraunaskyni, sem slær við öllu öðru sem ég hef séð, BBC og CNN og öllum hinum. Á sjálfvirkan hátt safnar hún öllu, sem kemur á vefinn frá enskumælandi fjölmiðlum og raðar því upp á snyrtilegan og aðgengilegan hátt, eins og hún væri ritstýrður fjölmiðill, sem er fjölbreyttari en aðrir. Aðeins tveir gallar eru á News.Google. Annar er, að eingöngu er safnað úr enskumælandi fjölmiðlum. Hinn er, að eingöngu eru teknar fréttir, en ekki leiðarar eða kjallaragreinar fjölmiðla, sem erlendis segja oft dýpri sögu en fréttirnar gera, öfugt við það sem gildir hér á landi. Frábært væri, ef News.Google gæti bætt úr þessum takmörkunum.