Trúðurinn kom mér á óvart. Bezti flokkurinn reyndist geta stjórnað borginni betur en hefðbundnir pólitíkusar. Gáfu embættismönnum svigrúm, önduðu ekki ævinlega ofan í hálsmál þeirra. Ég er andvígur sumum málum listans, svo sem þéttingu byggðar og ofsóknum á einkabílista. En í stórum dráttum var þetta góður tími. Jón Gnarr hættir, leifarnar halda áfram með óbreytt fylgi undir merki Bjartrar framtíðar. Þar vantar að vísu trúða, en þeim mun meira er af aðdáendum léttrar innivinnu. Úr fylgi Bezta fara fáir í fjórflokkinn. Lexían er, að fjórflokkurinn trekkir ekki. Unga fólkið fer til Bjartrar eða Pírata.