Bandarísk dagblöð eru beztu fjölmiðlar í heimi. Þau ein stunda rannsóknir í einhverjum mæli og hafa skilið eftir sig slóð sigra, Watergate, Pentagon Papers, Iran-Contra og svo framvegis. Ekkert hliðstætt þekkist í Evrópu. Bandarísku blöðin glíma að vísu við bannhelgi á sumum sviðum, eiga erfitt með að gagnrýna bandarísk stríð og trúarsamfélög, en þau eru ekki lömuð af bannhelgi á nafnbirtingum og stórum fyrirsögnum, sem ríkir hér á landi. Að grunni hvílir geta dagblaðanna á mjög góðri menntun í blaðamennsku, en ekki í loðinni fjölmiðlafræði, sem tíðkast hér á landi.