Rauði Michelin telur 110 kokka í heiminum vera þriggja stjörnu kónga. Michelin er helzta biblía matarmenningar og sú eina á heimsvísu. Því má telja, að í þeim hópi megi finna „heimsmeistara“ í kokkeríi. Síðan koma yfir þrjúhundruð tveggja stjörnu kokkar, sem kannski teljast prinsar. Enginn þessara tekur þátt í Bocuse d’Or, sem íslenzkir órar telja vera ígildi „heimsmeistarakeppni“ í eldamennsku. Sigurvegarar hennar fá þó ekki eina stjörnu í kaupbæti, hvað þá tvær eða þrjár. Í matreiðslu, víngerð og hrossarækt fær annar hver keppandi fyrstu verðlaun og ruslið fær önnur verðlaun. Þetta eru faggreinar, sem lifa og hrærast í ýkjum.