Árþúsundum saman hefur Kína verið miðríkið í hugum íbúanna. Umheimurinn er bara safn af plánetum, sem snúast kringum sólina. Skuggi Vesturlanda hefur fallið á þessa mynd allra síðustu aldir. En nú rís sól Kína að nýju og það sezt aftur í hásæti sitt. Skrautsýning olympíuleikanna staðfestir þessa ímynd. Um allt Kína auglýsa McDonalds, að Kína sé bezt, Pepsi, að rautt sé bezt, Nike, að Kínverjar séu beztir. Þjóðernisfylleríið gerir olympíuleika Hitlers 1936 til samanburðar að krækiberi í helvíti. Glæpastjórn Kína ríður feitum hesti frá samskiptum við skammsýna handhafa olympíuhugsjónarinnar.