Beztur af tíu góðum

Veitingar

Undanfarið höfum við hjónin oft borðað úti í hádeginu. Komnir til sögunnar tíu gæðastaðir, sem bjóða fisk á um það bil 2000 krónur í hádeginu. Tíu af um það bil fimmtán toppstöðum landsins. Einn þeirra hefur aldrei brugðist, Sjávargrillið við Skólavörðustíg. Fiskurinn alltaf rétt eldaður og salötin frábær. Hinir gæðastaðirnir geta bilað af ýmsum ástæðum. Einn saltar mikið. Annar er í hliðarstælum, svo sem “fusion”. Þriðji tekur hugmyndafræði “slow food” fram yfir gæði. Fjórði dýrkar froður. Fimmti gælir við köfnunarefni í ofurfrystingu. Allt dreifir þetta athyglinni frá undirstöðu matreiðslunnar.