Fann bezta matstað Lissabon neðst í márahverfinu Alfama. Flos dos Arcos er við Fado-safnið, þar sem eru minni um þjóðvísur portúgala. Þangað rambaði ég á rölti um þröng og brött einstigi kastalabrekkunnar. Fékk frábæran sólkola, nákvæmar eldaðan en á fínu stöðunum í Michelin. Gambrinus við aðaltorgið, Casa do Comida og Casa do Leao í márakastalanum yfir borginni voru góðir staðir. Hvergi var fiskurinn eins góður og þar sem hann kostaði þriðjung af verði annarra staða. Gambrinus er gamalfínn í sniðum, afgreiðir matinn á fötum, sem þjónar færa upp á diska, eins og gert var fyrir 1980.