Margir hagfræðingar ímynda sér, að tilgátur séu vísindi. Telja peninga vera upphaf og enda alls. Bjáni með excel getur extrapólað verð hálendisins í 80 milljarða króna. Hagfræði notar brenglaðar forsendur, til dæmis að viðskiptavelta mæli hagvöxt. Margir hagfræðingar nota löngu úreltar tilgátur á borð við brauðmolahagfræði, sem reynzt hefur marklaus. Þeir trúa enn á frjálsan markað, þótt hann sé ófrjáls með öllu. Um hagfræðinga má segja það sama og um predikara: Sá, sem lýgur að sjálfum sér, verður ófær um að greina sannleikann, hvorki hjá sjálfum sér né neinum öðrum. Hagfræði er hliðstæð bókstafstrú, órafjarri veruleikanum.