Bíða eftir frægð

Punktar

Ímyndanir eru seldar unglingum sem veruleiki. Auglýsingar bjóða þeim ímyndaðan heim, sem stingur í stúf við vonlausar aðstæður þeirra, skort á menntun og góðu starfi. Samkvæmt skýrslu í janúar eru 11% unglinga beinlínis að bíða eftir að vera uppgötvuð af þeim, sem finna fólk í veruleikaþætti á borð við Ástarfleyið. Alvarlegasta dæmið um ímyndun eru þó auglýsingar, sem bjóðast til að gera ungar stúlkur magrar að hætti frægðarfólks. Ein afleiðingin er, að þær fara að hata eigin líkama. Um þetta allt fjallaði George Monbiot í Guardian í gær.