Biðlisti vinnumiðlunar

Punktar

Fyrir vinnumiðlun, sem skilgreinir sig sem stjórnmálaflokk, er afleitt að tapa kosningum. Vinnumiðlun stendur og fellur með árangri sem vinnumiðlun. Ef hún missir aðstöðu til að útvega sæti, stóla og stöður, er hún einskis virði sem vinnumiðlun. Framsókn bar sem vinnumiðlun skylda til að hanga dauðahaldi í ríkisstjórnina. Það hefði gefið henni fjögurra ára frið við að útvega flokksgæðingum sæti, stóla og stöður. Nú hefur hún ekkert nammi. Eftir fjögur ár verður skortur á fólki á biðlistum Framsóknar. Það hefur þá í millitíðinnni flutt væntingar sínar til betur rekinna vinnumiðlana.