Biðröð við veitingahús

Veitingar

Hef fylgst með Laugaási síðan hann var nýjung árið 1980. Þá var ég að byrja að skrifa um íslenzk veitingahús. Hef alltaf verið hrifinn af þessu 40 sæta bistró. Sem frá upphafi bauð létta útgáfu af íslenzkri fiskimatreiðslu fyrir lítinn pening. Alltaf verið í eigu sömu fjölskyldu. Haldið nokkurn veginn sínu striki í meira en þrjá áratugi. Undanfarið hefur staðurinn verið með bezta móti. Í gærkvöldi var þar fyrirmyndar bláskeljasúpa á þúsundkall, fín humarsúpa og góður þorskur dagsins. Fleiri en ég einn hafa dálæti á staðnum. Þegar ég fór, biðu 27 manns úti í rigningunni eftir að fá borð á Laugaási.