Biedermann og brennuvargar

Punktar

Lykillinn að komandi ríkidæmi Íslendinga felst í að losna við pólitíska bófaflokkinn, sem áratugum saman hefur stolið öllu steini léttara í landinu. Framsókn, Vinstri græn, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð hafa sýnt vilja til að viðhalda dragúldnu stjórnarkerfi drullusokkanna, nú síðast VG. Píratar eru eini flokkurinn, sem vill opna kerfið, svo að kjósendur finni ýldulyktina og hægt sé að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Svo tröllheimskir eru kjósendur, að bara 10% þeirra gefa Pírötum atkvæði sitt. Meðan svo er, verður staðan áfram eins vonlaus og hún er. Brennuvargar eru og verða við stjórnvölinn og Biedermann klórar sér í skallanum.