Bílakjallari ruggar kerfinu

Punktar

Rekstrarfélag tónlistarhúss hrunsins hyggst keyra upp stöðumælagjöld til að geta leigt út bílastæði í kjallaranum. Aðferðin er þessi. Einkaaðili býður í bílastæðin og leigir þau út á uppsprengdu verði. Kærir síðan borgina fyrir að niðurgreiða sín bílastæðahús. Samkeppniseftirlitið úrskurðar borginni í óhag. Hún neyðist til að margfalda gjald af sínum bílastæðum. Allir græða nema auðvitað notendur. Þeir eru hvort sem er vanir að tapa. Þannig getur einkafyrirtæki stýrt stefnu borgarinnar. Til að verjast þessu þarf að setja reglu um að banna ódýrt trikk til að fá leigjanda að ofurdýrum kjallara.