Ótækt er, að Lífeyrissjóður verzlunarmanna verðlauni glæframennina Þorgeir Eyjólfsson og Gunnar Pál Pálsson. Þeir sukkuðu með fé sjóðfélaga í spilavíti Kaupþings. Töpuðu yfir þrjátíu milljörðum af innistæðum sjóðfélaga. Fáránlegt er, að undir þá séu settir bílar, sem kosta nýir meira en tíu milljónir hvor. Út af kortinu er, að þeir taki tvær milljónir króna á mánuði fyrir afglöpin. Þeir fóru á herðablöðunum í spilavítið. Þar gættu þeir hagsmuna krosseignarfélaga og útrásarvíkinga og yfirmanna í bankanum. Þeir gættu alls ekki hagsmuna sjóðfélaga. Ættu að vera landflótta. Og bíllausir.