Hér eftir sem hingað til verða öll hrun á kostnað almennings. Vöxtur efnahags hefur allur lent í vösum hinna allra ríkustu. Ekkert hefur lent í vösum hinna fátæku og þeir allra fátækustu búa við rýrðan hag. Þannig hefur bilið breikkað milli ríkra og fátækra og mun breikka áfram við óbreytta hagstefnu. Auðmenn nota fjölmiðlaveldi sín til að kenna múslimum og útlendingum um vandræði fátæklinga. Þannig eru kjósendur, sem áður kusu verkalýðsflokka, farnir að kjósa öfgaflokka á hægri jaðri. Þannig náði Trump kjöri, þannig vann Brexit og þannig varð le Pen að öflugasta pólitíkusi Frakklands. Þrælarnir fatta ekki, hverjir eru þrælahaldarar.