Niðurgreiðslur og uppbætur og innflutningshömlur á búvöru hafa áratugum saman verið umdeildar. Margir sjá eftir milljörðum, er mætti nýta á annan hátt. Alls fela þær í sér mikið inngrip í markaðinn. Neytendum kæmu aðrir kostir betur, svo sem frjáls og tollalaus innflutningur. Þetta vita stjórnvöld. Því leggja þau til, að samið sé til tíu ára. Binda hendur tveggja stjórnarmeirihluta fram í tímann. Þar er verið að skrumskæla lýðræðið. Stuðlað að því, að fyrsta skref sérhvers nýs meirihluta sé að afnema lög og reglur fyrri meirihluta. Pólitískt ofbeldi kallar á gagnofbeldi. Ríkisstjórnin eykur þannig úlfúð í samfélaginu.