Birgitta í Barcelona

Punktar

Birgitta Jónsdóttir var ekki fyrr hætt á Alþingi en henni skaut upp í hópi eftirlitsmanna með kosningunum í Katalúnju. Í gær átti hún fund með forsetanum þar, Carles Puigdemont. Birgitta er höfðinu hærri en annað forustufólk Pírata og tveimur höfðum hærri en almennir þingdvergar. Það er von, að hún sé kölluð óstjórntæk. Það er nýyrði yfir þá, sem sætta sig ekki við spillingu. Ísland er of lítið fyrir hana, fullt af undirmálsfólki. Alvörufólk kemst ekki til valda á Íslandi vegna fávita. En úti í heimi er hún eini Íslendingurinn, sem pólitíkusar þekkja. Vont var að missa hana úr íslenzkri pólitík, en gott fyrir útlandið.