Að grunni stafar Byrgishneykslið af lélegum embættismönnum, sem lokuðu skjöl niðri í skúffum í ýmsum ráðuneytum og stofnunum. Pólitísk ábyrgð er þó á fjórum ráðherrum Framsóknar, þeim Páli Péturssyni, Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni og Magnúsi Stefánssyni. Sá síðastnefndi hefur ekki enn beðizt afsökunar fyrir hönd ríkisins. Ógleymdur er svo Birkir Jón Jónsson, sem var aðstoðarmaður Páls, þegar plöggunum var fyrst stungið undir stól. Hann var síðan formaður fjárlaganefndar, þegar fé var mokað í skandalinn. Hann er líklega sá, sem ber mesta pólitíska ábyrgð á Byrginu.