Dómstjórar hafa tekið sér vald til að falsa úrskurði héraðsdóma á netinu. Enginn hefur falið þeim að taka út nöfn málsaðila fyrir birtingu. Þeir taka þetta upp hjá sjálfum sér. Alþingi þarf að grípa í taumana og setja lög um birtingu dómsúrskurða á vef dómstólaráðs. Í opnu lýðræðisþjóðfélagi á ferli dómsmála að vera opið og gegnsætt. Réttarhöld eiga ekki að vera lokuð og sérhver borgari á að hafa rétt til að fylgjast með þeim. Í auknum mæli líta dómarar á starf sitt sem eins konar prívatmál sitt og sakborninga. Lýðræði er smám saman að víkja fyrir sjónarmiðum aðila, sem vilja drottna í friði.