Erfitt er að spá í þróun almannaálits í pólitíkinni næstu mánuði. Ekki er víst, að mikið komi fram af nöfnum kvótagreifa með skattaskjól á aflandseyjum. Þeir voru byrjaðir í svindlinu fyrir löngu og fóru meira gegnum Möltu. Tölurnar, sem unnið er í, takmarkast hins vegar við fyrirtækið Mossack Fonseca í Panama. Það var sérhæft í skattaskjóli á Tortóla. Vitað er, að þar eru nöfn pilsfaldafólks, sem tengist Sjálfstæðisflokknum. Vinnan snýst ekki um saumnálar í 11 milljónum skjala. Snýst um tengingu 600 íslenzkra nafna, sem þar koma fram. Birtingar næstu mánaða verða því væntanlega þungbærar hinum pólitíska armi bófaflokkanna.