Birtir yfir Styrmi

Punktar

Með hótun um hreinsanir á Rúv er Styrmir Gunnarsson að undirbúa betra veður í kosningabaráttu Flokksins. Sér nána framtíð svona: “Fara menn að velta því fyrir sér, hverja í embættismannakerfinu eigi að setja út í kuldann og hverjum eigi að umbuna.” Telur gott að hræða RÚV-fólk til að “skapa meira jafnvægi í umfjöllun þess fjölmiðils”. Hugarfar hans er eins og hann lýsti sjálfur í vitnaleiðslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: “Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“