Ýmis ríki hafa samið við Evrópusambandið um ýmis sérmál í aðildarsamningi, þar á meðal um sjávarútveg og landbúnað. Þau hafa gætt þess, að undanþágur eða sérlausnir séu bókaðar sem varanlegar og þá eru þær varanlegar. Ekki er hægt að fella þær einhliða úr gildi, aðeins með samkomulagi málsaðila. Hinu er ekki að leyna, að sambandið er að þreytast á þrýstingi til stækkunar. Því kann að reynast erfiðara hér eftir en hingað til að semja um sérmál. Kemur bara í ljós við samningaborðið. Ríkisstjórn okkar lofaði þjóðaratkvæði um framhald viðræðna, en þorir nú ekki að efna það. Af hverju var því þá lofað?