Birtum afskriftalista

Punktar

Bankaleynd er einkum beitt til að fremja glæpi og leyna þeim. Hún er ekki til að vernda viðskiptavini, heldur til að verja bófa. Núna eru hún notuð til að leyna þjóðina, hverjir séu í náðinni hjá bankabófum dagsins. Sumir fá drottningarmeðferð í afskriftum skulda, en aðrir eru dregnir á uppboð. Þessi glæpur væri óframkvæmanlegur, hefði bankaleynd verið afnumin. Nauðsynlegur þáttur í afnámi bankaleyndar er að birta opinbera lista afskrifta yfir einni milljón króna hjá bönkum og sjóðum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar setur vanhæft og verðleikafirrt Alþingi ekki lög um tafarlaust afnám bankaleyndar.