Karl Sigurbjörnsson biskup gekk í gær í lið með útrásarbófum, sem hamast við að kæra blaðamenn fyrir meiðyrði. Biskupinn kvartaði yfir því, sem hann kallar ærumeiðingar og mannorðsmorð. Þar með gengur hann í björg með þeim, sem vilja slétt og fellt yfirborð, svo menn fái stundað sína glæpi í friði. Biskupinn finnur auðvitað fyrir, að menn eiga erfitt með að fyrirgefa honum sofandahátt í máli Ólafs Skúlasonar. Í máli forverans var hann á skipulegu og hægfara undanhaldi árum saman. Það er líklega skýringin á, hversu mjög hann finnur til með þeim, sem gagnrýndir eru í fjölmiðlunum og blogginu.