Biskupinn segi af sér

Punktar

Karl Sigurbjörnsson biskup er svo sljór, að hann lætur mynda sig framan við málverk af skrímsli þjóðkirkjunnar. Svo sljór, að til skamms tíma taldi hann sig geta logið um afskipti sín af málum óvættarins mikla. Þjóðin hefur séð konurnar tala af einlægni í Kastljósi og trúir þeim. Trúir, að Karl biskup, Hjálmar Jónsson prestur og fleiri klerkar hafi reynt að kúga konurnar til uppgjafar. Þótt þeir hafi á sama tíma vitað um ógnir forverans. Hjálmar er týndur, en Karl er enn biskup. Hræddur pokabiskup í undanbrögðum veldur ekki embættinu. Hann þekkti ekki sinn vitjunartíma og verður að segja af sér.