Frá Hrauntanga á Öxarfjarðahreiði um Biskupsás að Svalbarði í Þistilfirði.
Jón Trausti rithöfundur átti um skeið í æsku heima í Hrauntanga.
Byrjum við eyðibýlið Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði í 220 metra hæð. Við förum austur með þjóðvegi 867 um fjallaskálann á Öxarfjarðarheiði að Helgafelli í 300 metra hæð. Förum þar af veginum suður fyrir fellið um Einarsskarð. Síðan austnorðaustur um Biskupsás í skarðið milli Hermundarfells að norðan og Flautafells að sunnan. Förum austur að þjóðvegi 897 í Þistilfirði, yfir Svalbarðsá að Svalbarði í Þistilfirði.
12,6 km
Þingeyjarsýslur
Skálar:
Öxarfjarðarheiði: N66 10.209 W16 03.852.
Nálægir ferlar: Rauðhólar, Öxarfjarðarheiði, Djúpárbotnar, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Urðir, Sléttuvegur, Ferðamannavegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort