Bistro eða brasserie

Veitingar

Veitingahús eru stundum kölluð bistro eða brasserie upp á frönsku, nánast án sérstakrar ástæðu. Orðin eru þá bara notuð til að gefa franska undirtóna í skyn. Bistro er í raun lítið og fjölskyldurekið veitingahús með einfaldri matreiðslu og þjónustu, opið á matmálstímum. Brasserie er hins vegar fremur stórt veitingahús, oftast opið allan daginn sjö daga vikunnar og frameftir á kvöldin. Hvort tveggja er alþýðlegra en hefðarfrönsk veitingahús með hvítum dúkum og einkennisklæddum þjónum. Þrír Frakkar eru bistro og Sjávargrillið er brasserie, en Holtið er restaurant. Flestir matstaðir eru þó í blandstíl.