Bitlausar eru sektir Neytendastofu, þegar veitingahús fá 50.000 króna sekt fyrir að merkja ekki verð á matseðla við inngöngudyr. Verðlausir seðlar eru beinlínis dónalegir og eiga ekki að líðast. Sektaðir voru Fiskmarkaðurinn, Potturinn og pannan og Ruby Tuesday. Neytendastofa á að hækka sektir fyrir dónaskap. Ennfremur þarf Neytendastofa að kanna misræmi á verði á heimasíðum veitingahúsa og raunverði þeirra. Heimasíður samsvara inngöngudyrum og eiga að vera með réttu verði. Einstaka heimasíður eru verðlausar og nokkrar hafa þar lægra verð en raunverð. Veitingahúsum ber að fara að góðum mannasiðum.