Stjórnarskrárnefnd alþingis hefur samið drög að nýjum greinum í stjórnarskrá. Samdar í leyni þagnarbindindis, stinga líka í stúf við stjórnarskrá fólksins. Sú liggur læst niðri í skúffu, því þingmenn þjóna öðrum hagsmunum en fólksins. Eru á framfæri auðgreifa. Illvirkið er að frumkvæði bófaflokka stjórnvalda. Fulltrúar annarra flokka hafa fengið að fljóta með. Nú er málið komið á svo alvarlegt stig, að hinir þurfa að ákveða sig. Annað hvort hafna þeir þessu núna og mæla með stjórnarskrá fólksins eða láta svikin límast við sig. Fyrir rest það mun kosta hvern þeirra glás að sitja sem bjánar að makki með bófum.