Hálf bandaríska þjóðin styður George W. Bush forseta á hverju sem gengur. Þótt hver vikan líði með hörmulegum fréttum af utanríkismálum og ríkisfjármálum, halda menn áfram að styðja forsetann. Myndir af mannvonzku bandaríska hersins í Írak hreyfa ekki skoðanir bandarískra kjósenda. … Það er alveg sama, þótt komið hafi í ljós, að stríðinu við Írak var logið upp á Bandaríkjamenn. Það er alveg sama, þótt sýnt hafi verið fram á, að Írak átti alls engan þátt í hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Það er alveg sama, þótt bandaríski herinn drepi saklaust fólk í þúsundatali. …