Bjarnarfell

Frá Refshalaleið að Hallárdalsleið, þverleið um Bjarnarfellin tvö.

Byrjum á Refshalaleið frá Gauksstöðum á Skaga til Skagastrandar. Krossgöturnar eru austan Reyðartjarnar. Við förum til suðvesturs og síðan suðurs fyrir vestan eystra Bjarnarfell, um Þverárvötn í 320 metra hæð og suðsuðvestur brekkurnar vestan við Bæjarfell og Þverá. Þar komum við á Hallárdalsleið milli Bergsstaða í Skagafirði og Vindhælis í Húnaþingi.

13,9 km
Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Refshali, Hallárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort