Bjarni Benediktsson er farinn að snappa. Ólafur Ragnar Grímsson juðaði honum úr jafnvægi í gær með því að biðja um nýja forgangsröðun stjórnvalda. Bjarni fór á taugum og hótaði að minnka fjárveitingar til embættis forsetans. Bjarni hefur þó lengst af haldið ró sinni. Fullyrt keikur eins og enginn sé morgundagurinn, að svart sé hvítt. Fjandskapur hans við fátæka fer þó ekki leynt í fjárlögum. Taugar hans brustu snögglega, þegar forsetinn fór að hrista hausinn. Bjarni nálgast þannig stíl Sigmundar Davíðs, sem snappar oftast, þá sjaldan hann birtist. Hvorugur kemst þó í hálfkvisti við Vigdísi Hauks, sem lifir í eilífu sísnappi.