Bjarni Ben umpólast

Punktar

Þegar fyrri ríkisstjórn var komin niður í 37% fylgi í könnunum, heimtaði Bjarni Benediktsson afsögn. Nú er ríkisstjórn bófans komin niður í 30% og hann segir samt ekki af sér. Lítið mark á svona gaur. Þar á ofan telur ríkisstjórnin sér fært að flytja hvert málið á fætur öðru þvert á vilja fólks. Fylgislítil stjórn á ekki að ögra fólki, heldur sigla lygnan sjó. Eins og Bjarni vilji skemma sem mest á því rúma ári sem eftir er. Líti á næstu kosningar sem sín leiðarlok. Kosningabaráttan er hafin og í fyrsta skipti lætur ríkisstjórn ríkið borga fyrir sig áróðurinn. „Ríkið, það er ég“. Ekki verður það til að sætta fólkið.