Bjarni Benediktsson lá í fjármálaráðuneytinu í nokkra mánuði á skýrslu nefndar um íslenzkt skattaskjól á aflandseyjum. Eins og orðin tjá, er fé haft í skattaskjóli á aflandseyjum til að koma því undan skatti. Fjármálaráðherra lá á skýrslunni, því þar var fjallað um undandrátt hans sjálfs og hans Engeyinga. Lagðist á skýrsluna, því hann vildi hvorki, að fjallað yrði um falið fé í kosningabaráttu vetrarins né í stjórnarmyndunartilraunum. Skýrslan gefur upp miðgildi, sem segja, að óhreina féð í skattaskjólum nemi 580 milljörðum og að ríkið hafi misst af 115 milljörðum fyrir utan vexti á nokkrum árum. Af þessu stafar fátækt fátæklinga.