Bjarni Benediktsson verður að víkja sem flokksformaður. Í fyrsta lagi gengur ekki, að fólkið hafi fjöldagjaldþrot fyrirtækja fyrrverandi vafnings að háði og spotti. Í öðru lagi mistókst honum í landsfundarræðunni að slá út formann Framsóknar í sjónhverfingum og þjóðrembu. Bjarni er enginn Sigmundur Davíð, bara óvinsæll pólitíkus. Flaggar enn helgisögu um, að lægri auðskattar leiði til velmegunar. Og segist redda skuldum banka og stórfyrirtækja með því að banna þeim að greiða erlendar skuldir. Skemmtileg fjárfestingarleið, sem að minnsta kosti gerir honum ókleift sem forsætisráðherra að krækja í lánsfé.