Ríkisstjórnir um öll vesturlönd gera núna atlögu að skattaparadísum. Nú er ekki lengur gefinn kostur á að segja frá undanskoti sínu til að sleppa við álag á skatt. Sá tími er liðinn, þegar nöfnin komust á lista og eru öllum kunn. Nú gildir bara harkan sex. Skattrannsóknastofur hafa samráð um ferlið. Eitt land hefur sérstöðu í hópnum og það er auðvitað Ísland, spilltasta ríki Vesturlanda. Hér er fjármálaráðherra sá eini slíki, sem var með falið fé í skattaskjóli. Einmitt sá sem á að stjórna aðgerðum og verja fé til þeirra. Enda er hann sá eini slíkra, sem framlengdi frest á tilboði um refsileysi. Hér er ríki bófanna.