Bjarni Benediktsson var reiður í ræðustól á Alþingi í gær. Spá Hagstofunnar fyrir næsta ár hefur lækkað úr 3% hagvexti í 2%. Bjarni var reiður út af því, skilur líklega ekki ástæðuna. Fyrir tilverknað Bjarna sjálfs dregst að ganga frá samkomulagi um IceSave. Þess vegna fást ekki lán til verklegra framkvæmda og vaxtaálag er of hátt á verklegum framkvæmdum. Þetta tefur til dæmis Búðarhálsvirkjun. Hann stendur í vegi verklegra framkvæmda og rífst svo yfir, að þær nái ekki fram að ganga. Þetta er meðal annars það, sem er að íslenzkri pólitík. Það er Bjarni Benediktsson, sem er sjálft vandamálið.