Bjarni Benediktsson skýrir þrásetu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti ráðherra á sérkennilegan hátt. Valda muni ruglingi, verði ráðherra að víkja í hvert sinn, sem ráðuneyti er kært. Hingað til hafði ekki verið kært. Ekki heldur, að ríkissaksóknari tæki upp kæruna og heimtaði skýringar ráðuneytis. Enn síður, að hann vísaði málinu til lögreglu. Svo virðist sem Bjarni telji, ráðuneyti sitt vera mannað slíkum bófum, að það óþekkta verði hversdagslegt brauð. Hann þekkir Hönnu Birnu, Sigurð Inga Jóhannsson og annað heimafólk sitt. Lízt ekki á blikuna, telur verk þeirra munu sæta stöðugum rannsóknum.