Bjarni falsaði kosningar

Punktar

Ísland er Undraland. Þar velja kjósendur sér bófaflokk og fjárglæframann til að stjórna. Afskriftir fyrirtækja á vegum Bjarna Ben fara senn yfir 100 milljarða, þegar Vafningur verður gerður upp. Í þessu Undralandi kemst Bjarni Ben upp með að ljúga ítrekað að alþingi og fjölmiðlun um tvær skýrslur. Báðar voru tilbúnar fyrir kosningar, Bjarni faldi þær frá október fram í janúar. Önnur var skýrslan um skattaskjól íslenzkra bófa, þar á meðal Bjarna Ben, á aflandseyjum. Hin var skýrslan um „leiðréttinguna“. Hefðu kjósendur vitað þetta í kjörklefanum, hefðu þeir getað kosið á annan hátt. Þannig falsaði Lyga-Bjarni einnig kosningarnar.