Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkur hans hafa ekki valdið kjósendum flokksins umtalsverðu ósætti. Kannanir sýna óbreytt fylgi. Hann var fyrir kosningar búinn að hóta ýmiss konar fríðindum fyrir auðuga og hefur bara framkvæmt það í skyndi. Fólk vissi, að hann mundi afnema auðlegðarskatt og falla frá auðlindarentu og ferðamálavaski. Kjósendur hans eru bara svona bilaðir. Aðra sögu er að segja af Framsóknarflokki Sigmundar Davíðs. Fyrir kosningar lofaði hann almenningi gulli og grænum skógum. Gerði síðan ekkert í slíku, jók bara mikil fríðindi stórefnafólks. Enda hrynur fylgið þar á bæ.