Bjarni maríneraður

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer ágætlega í viðræður um nýja ríkisstjórn. Aflar sér upplýsinga um, hvað sé fast í hendi einstakra flokka. Og hvaða flokkar séu líklegir til að þola helztu mál Framsóknar, einkum skuldamál heimilanna. Hins vegar gengur þetta afar hægt hjá honum. Hálfan annan dag að komast að atriðum, sem hægt er að fá botn í á einum formiðdegi. Líklega er hann að marínera viðmælendurna í leiðinni. Greinilegt er, að kringum Bjarna Benediktsson urðu menn strax taugaveiklaðir. Enda orðnir ruglaðir í ríminu af langvinnum valdaskorti. Með hverjum deginum verður Bjarni meðfærilegri.